Löggjöf um glasafrjóvganir og réttaráhrif tæknifrjóvgunar

101. fundur
Miðvikudaginn 02. mars 1994, kl. 13:57:39 (4708)


[13:57]
     Heilbrigðisráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) :
    Virðulegur forseti. Ég get ekki svarað fyrir um það hvar þetta nefndarstarf er statt en vænti þó þess að það sé á góðum vegi og tel raunar nauðsynlegt að því ljúki fyrr en síðar því það er hárrétt hjá hv. málshefjanda að sú starfsemi sem fram fer á Landspítalanum í þessum efnum hefur tekist vonum framar og raunar er það svo að árangur hér á Íslandi er langt umfram það sem þekkist í nágrannalöndum okkar og það er áhugi fyrir því í heilbrrn. að bæta enn um betur og færa enn út kvíarnar, ganga á þá biðlista sem fyrir hendi eru. Og raunar eru menn að horfa lengra fram á veg um þá möguleika að við Íslendingar getum boðið útlendingum upp á þá þjónustu sem hér er þegar Íslendingum hefur verið sinnt.
    Í húsnæðismálum er þröngur stakkur skorinn þessari deild og það er vilji og menn hafa farið ofan

í saumana á því hvernig bæta megi þá starfsaðstöðu með það í huga sem nefndi áðan, að ganga lengra og hraðar fram og veita víðtækari og betri þjónustu, ekki síst vegna þeirrar hvatningar sem liggur í þeim veruleika að árangur hér er langt umfram það sem þekkist annars staðar.