Stöðvun verkfalls fiskimanna

101. fundur
Miðvikudaginn 02. mars 1994, kl. 14:24:22 (4713)


[14:24]
     Vilhjálmur Egilsson :
    Virðulegi forseti. Það var spurt um það m.a. í umfjöllun sjútvn. um þessi lög hvort menn teldu það, og þá sjómenn, teldu það til bóta að lögfesta yfirlýsingu og úrskurðarnefnd eins og hv. þm. Stefán Guðmundsson fjallaði hér um áðan. Þessir aðilar töldu það ekki vera til bóta. Sú afstaða stjórnarandstöðunnar að greiða atkvæði gegn þessum lögum kemur mér mjög á óvart. Menn geta haft á þeim ýmsar skoðanir en það væri algerlega glórulaust --- glórulaust að senda sjómenn í verkfall á þessum tíma. Ég segi því

já.