Náttúruvernd

102. fundur
Fimmtudaginn 03. mars 1994, kl. 15:40:14 (4775)


[15:40]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég gat þess mjög rækilega í minni ræðu að heildarendurskoðun þeirra laga sem tengjast náttúruvernd er skipt upp í tvo hluta. Þetta er einungis sá fyrri hluti sem liggur hér fyrir í frv. Þar er tekið á stjórn náttúruverndarmála, en í síðari endurskoðun eru önnur ákvæði laganna tekin til skoðunar og til að mynda alveg sérstaklega sá hluti laganna sem fjallar um aðgang almennings að náttúru landsins eins og hv. þm. drap á í sinni ræðu.
    Ég gat þess einnig að þessi síðari hluti endurskoðunarinnar væri miklu flóknara mál, krefðist miklu víðtækara samráðs þannig að ég held að þessi gagnrýni hv. þm. sé ekki á rökum reist.