Hafnalög

103. fundur
Þriðjudaginn 08. mars 1994, kl. 14:09:58 (4820)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti taldi sig hafa gert skýra grein fyrir því áðan að forseti hafi misskilið beiðni hv. þm. um orðið og sett þá á mælendaskrá og frábiður sér að forseti sé að sýna stjórnarandstöðunni einhverja lítilsvirðingu og leyfi henni ekki að komast að með að flytja sín mál. Forseti frábiður sér slíkar ávirðingar. ( SJS: Forseti skeri þá úr.)