Hafnalög

103. fundur
Þriðjudaginn 08. mars 1994, kl. 14:18:11 (4826)


[14:18]
     Guðni Ágústsson (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. forseta sérstaklega fyrir að fresta málinu og þannig gefist eitthvert ráðrúm til þess að skoða það. Hins vegar er mér sem óbreyttum þingmanni ekkert létt að horfa á þetta rugl sem hér viðgengst. Hér var hæstv. samgrh. í hlutverki forseta rétt áðan. Mér finnst þeir stundum misskilja sitt hlutverk og gleyma því að forsetinn er forseti alls þingsins, stjórnarandstöðunnar líka. Ég sætti mig ekki við það að hæstv. forseti í hverju tilfelli frábiðji sér gagnrýni. Hæstv. forseti situr á stól sem er gagnrýniverður og það verður að sætta sig við það að þingmenn gera miklar kröfur til forsetans og sem

betur fer í flestum tilfellum þá sinnir forseti sínu lýðræðislega hlutverki. En ég á dálítið bágt með að þola framferði ráðherranna sem eru í framkvæmdarvaldinu hér hvernig þeir yfirganga forsetann og tefja fyrir heiðarlegum svörum sem nú hafa komið fram og fyrir það er ég þakklátur.