Fjáraukalög 1993

104. fundur
Miðvikudaginn 09. mars 1994, kl. 15:24:31 (4894)


[15:24]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :

    Virðulegi forseti. Það má vel vera að forseti ASÍ hafi talað sem alþýðubandalagsmaður, ekki ætla ég að þrátta við hæstv. ráðherra um það. Hins vegar var hann að tala um samskipti Alþýðusambands Íslands við ríkisstjórnina. Og ég ætla ekkert að orðlengja það frekar, heldur var það mitt innlegg í þetta mál með því að vekja athygli á þessu í þessari umræðu að það þarf auðvitað að vinda að því bráðan bug að standa við þessa samninga. Og endurskoða þá verkefnaáætlun sem fyrir liggur ef það er ljóst að það er ekki hægt á þessu ári. Það er alveg rétt sem hæstv. fjmrh. sagði að atvinnuástandið verður áreiðanlega enn verra á þessu ári en á því síðasta. Enda spáir Þjóðhagsstofnun því. Hennar síðasti spádómur hljóðar upp á að það verði 5,5% atvinnuleysi á yfirstandandi ári. Þannig að það veitir ekkert af að láta hendur standa fram úr ermum til að við það verði eitthvað ráðið og dregið úr sárasta sviðanum.