Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 13:54:58 (4958)


[13:54]
     Steingrímur J. Sigfússon (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Ég tel ekki nokkra leið að gera þann mannamun hér að gefa til kynna að framsöguræða formanns landbn. sé svo miklum mun ómerkilegra innlegg í málflutningi að það sé í lagi þó að hæstv. landbrh. sé ekki mættur þegar hún er flutt, en hins vegar verði umræðunni frestað áður en aðrir menn fá orðið ef hæstv. landbrh. verður ekki kominn. Ég held að það sé ekki síður ástæða fyrir hæstv. landbrh. að hlusta á framsöguræðu formanns landbn. og 1. minni hluta heldur en aðrar ræður sem hér verða fluttar, leyfi ég mér að segja, því hér mun nú hefjast mjög merk umræða.
    Auk þess vek ég athygli hæstv. forseta á því að það hefur ekkert hádegisverðarhlé verið gefið og nú er klukkan að verða tvö. Ég gef mér það að menn séu hér að sjálfsögðu almennt óétnir, þeir hafi ekki verið að skrópa hér og setið í þingsalnum. Þannig að ég held að það væri mjög heppilegt að slá tvær flugur í einu höggi, gefa hádegisverðarhlé og bíða eftir því að hæstv. landbrh. komi til leiks þannig að formanni landbn. og frsm. fyrir 1. minni hluta verði allur sómi sýndur og ráðherra sé mættur þegar hann flytur ræðu sína.