Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 14:00:24 (4964)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti gerir ekki athugasemdir við þessar upplýsingar hv. 10. þm. Reykv. En þetta hefur æxlaðst svo til, er orðinn hlutur, og ekkert við því að segja.
    Forseti hefur hugsað sér að hefja þessa umræðu og hefur nú þegar upplýst að hæstv. ráðherra er rétt ókominn. Hv. 3. þm. Austurl. sem er frsm. . . .  (Gripið fram í.) --- Forseti ætlar að ljúka því sem hún hefur að segja áður en hún gefur hv. 5. þm. Suðurl. orðið til að gera athugasemdir við fundarstjórn. Það sem forseti vildi segja er að hv. 3. þm. Austurl., sem er frsm. 1. minni hluta, mun hefja sína ræðu og er þess vænst að ráðherrann komi áður en henni lýkur.