Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 14:05:40 (4969)


[14:05]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Þar sem ég er 1. flm. 3. máls á dagskrá, þá vil ég upplýsa það að af minni hálfu er ekkert að vanbúnaði að fara í þá umræðu. Ég hnikaði aðeins til vegna annarra mála á fyrri fundi hér í dag og vissulega þætti mér alveg ljómandi gott að komast að með þetta mál. En það stóð þannig af sér að það þurfti að taka tillit til óska annars vegar stjórnarliða og hins vegar stjórnarandstæðings sem þurftu að fá að komast að með sín mál þar sem fer að styttast í að þær fari út af þingi þar sem þær eru varaþingmenn. Þannig að ég sé út af fyrir sig ekki hvað ætti að vera í vegi fyrir því að taka einnig tillit til annarra óska sem hér hafa skýrlega komið fram og ég held að það ætti ekki að þurfa að tefja þingstörf með einum eða öðrum hætti, alla vega er 1. flm. 3. máls á dagskrá reiðubúinn með sitt efni.