Framleiðsla og sala á búvörum

106. fundur
Fimmtudaginn 10. mars 1994, kl. 18:23:55 (5004)


[18:23]
     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hæstv. utanrrh. sagði með réttu hér áðan að tilefni þessa lagafrv. hefði verið að eyða réttaróvissu. Hann kvað einnig svo að orði að nauðsynlegt væri að eyða réttaróvissunni.
    Nú vil ég spyrja hæstv. utanrrh. Þegar meiri hluti stjórnarþingmanna í landbn. hefur flutt nefndarálit sem túlkar breytingartillögurnar á þann veg sem hæstv. utanrrh. hefur fordæmt jafnharðlega og allir urðu vitni að hér áðan og lið fyrir lið rakið sem staðlausa stafi er hæstv. utanrrh. þá ekki sammála mér um það að réttaróvissan sé enn þá fyrir hendi? Það hafi því mistekist enn sem komið er í þinginu að eyða réttaróvissunni? Hvernig hyggst ráðherrann og ríkisstjórnin haga gerðum sínum á næstu dögum til að tryggja það sem var hið upphaflega markmið, að eyða réttaróvissunni?