Hæstiréttur Íslands

109. fundur
Þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 15:08:00 (5071)


[15:08]
     Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg rétt sem kom fram í máli hv. þm. Svavars Gestssonar áðan að það er vissulega mikill munur á þeim ákvæðum frv. sem eru annars vegar í 1. gr. þess og hins vegar í 2. gr. Hann spyr sérstaklega um 2. gr.
    Þetta atriði var rætt sérstaklega í allshn. og kom þar fram, m.a. upplýsti Markús Sigurbjörnsson, prófessor í réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands, okkur um það að nú þegar væru fyrir hendi í aðskilnaðarlögum ákveðin skilyrði varðandi þau atriði sem 2. gr. tekur á hér í frv. en þau giltu um héraðsdómara. Samt sem áður þá mætti gera ráð fyrir að þessi atriði ættu einnig að gilda um hæstaréttardómara. Þess vegna var það mat nefndarinnar að það þyrfti að skoða þessar tillögur frv. betur og athuga hvernig þær væru best úr garði gerðar og taldi því nefndin rétt að báðar tillögurnar í 1. og 2 gr. yrðu skoðaðar í réttarfarsnefnd.