Veiting ríkisborgararéttar

109. fundur
Þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 15:11:02 (5073)

[15:13]
     Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) :
    Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Í fyrstu grein frv. er lagt til að 15 þar til greindir einstaklingar öðlist íslenskan ríkisborgararétt. Frv. er flutt venju samkvæmt. Þegar líður að vori er flutt frv. sem mælir fyrir um tillögur varðandi þá sem sótt hafa um að öðlast íslenskt ríkisfang og uppfylla þau skilyrði sem reglur þar að lútandi mæla fyrir um. Þingið hefur fyrr á yfirstandandi þingi samþykkt frv. um veitingu ríkisborgararéttar þannig að þetta er annað frv. um það efni sem lagt er fyrir þingið svo sem venja er til um.
    Ég legg svo til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. allshn.