Framleiðsla og sala á búvörum

109. fundur
Þriðjudaginn 15. mars 1994, kl. 16:59:01 (5079)


[16:59]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég fagna því að sjálfsögðu ef hv. þm. Gísli S. Einarsson er tilbúinn að verja íslenskan landbúnað. Það lít ég á sem yfirlýsingu um það að hann ætli að samþykkja þær brtt. sem hv. þm. Jóhannes Geir, Guðni Ágústsson, Steingrímur J. Sigfússon og fleiri fluttu hér við þetta mál. Hann hlýtur að vera fallinn frá hinum vitlausu brtt. sem hann skrifaði upp á sjálfur með hinum formanni landbn.