Tvíhliða viðræður um stöðu Íslands gagnvart Evrópubandalaginu

110. fundur
Miðvikudaginn 16. mars 1994, kl. 13:59:34 (5195)


[13:59]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég vil beina fyrirspurn til hæstv. forsrh. Í viðtali við dagblaðið Tímann þann 8. mars sl. segir hæstv. utanrrh. að tvíhliða viðræður um stöðu Íslands gagnvart Evrópubandalaginu muni hefjast á næstu vikum.

    ( Forseti (SalÞ) : Það er of mikil ókyrrð í salnum.)
    Í morgun segir síðan hæstv. utanrrh. á morgunfundi Verslunarráðs að það sé að stinga höfðinu í sandinn að hefja ekki umræður í alvöru í þjóðfélaginu um aðild að Evrópubandalaginu. Ég vil því spyrja hæstv. forsrh. af því að hæstv. utanrrh. er ekki hér við: Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í þessu máli? Hvenær hefjast þessar tvíhliða viðræður?