Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

111. fundur
Fimmtudaginn 17. mars 1994, kl. 13:52:21 (5245)


[13:52]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir það með hv. þm. að það var miður að ekki gafst ráðrúm til að efna til umræðu um þá ræðu sem dreift var um utanríkismál fyrir jól. Þar er ekki við mig að sakast heldur var annríki hér í þinginu slíkt að því var ekki við komið og eins og fram kom í máli hv. þm. þá var óskað eftir frestun á því vegna fjarveru hans í eitt skipti.
    Að því er varðar skýrslu þá sem hér liggur á borðum þingmanna um viðskiptaumhverfi, þá tek ég

undir það með hv. þm. að það væri vissulega æskilegt að um hana yrði umræða en það er á valdi þingsins að óska eftir því og af minni hálfu væri það æskilegt ef hægt er að koma því við á þeim annatíma sem fram undan er.
    Ég vil leiðrétta að lokum þann misskilning að ég hafi birt obbann úr þeirri ræðu sem ég hér flyt í blaðagrein í Morgunblaðinu. Eins og menn geta séð sem kynna sér efni ræðu minnar þá fjallar hún um a.m.k. 28 efnisþætti en blaðagreinin í Morgunblaðinu var eingöngu um Evrópumálin, vissulega um sama efni og hér verður fjallað um en mun ítarlegri.