Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

111. fundur
Fimmtudaginn 17. mars 1994, kl. 17:10:20 (5262)


[17:10]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hv. 14. þm. Reykv. upprifjun í mannkynssögu. Hana lærðum við væntanlega bæði í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Ég var ekki að spyrja um það hvort hv. þm. væri með eða á móti því svona almennt að þjóðir níddust hver á annarri heldur var ég að spyrja hv. þm. að því hvort hún væri með orðum sínum að réttlæta þá utanríkisstefnu Rússlands að þeir ættu að hafa sérstök áhrif í hinum nálægari útlöndum og hvort hún væri með orðum sínum að réttlæta það að hersveitir Rússa sætu gegn vilja Letta og Eista í þeirra löndum. Ef hv. 14. þm. Reykv. mundi vilja svara þessu með jái eða neii þá væri ég afskaplega glaður.