Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

111. fundur
Fimmtudaginn 17. mars 1994, kl. 17:45:22 (5269)


[17:45]
     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það kann vel að vera að þessi ágæti utanríkisráðherra hafi beitt sér mjög í þágu friðaraflanna í Ísrael. En hann er utanríkisráðherra þeirrar stjórnar sem þar situr og hefur setið um nokkurt skeið og hefur þar staðið fyrir miklum mannréttindabrotum, m.a. því að vísa rúmlega 400 Palestínumönnum út í eyðimörkina þar sem þeir voru við illan kost en hafa nú fyrir örskömmu fengið að snúa aftur til síns heima. Vinnubrögð af því tagi og framganga af því tagi sem Ísraelsstjórn hefur sýnt er með þeim hætti að henni verður að mótmæla. Þegar Shimon Peres kom hingað til lands hafði ekkert kvisast um þær friðarumleitanir sem yfir stóðu, en það hefði ekki breytt því að ég hefði átt afar erfitt með að sitja til borðs með fulltrúa ríkisstjórnar af þessu tagi.