Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

111. fundur
Fimmtudaginn 17. mars 1994, kl. 18:34:19 (5279)


[18:34]
     Björn Bjarnason (andsvar) :

    Frú forseti. Ég tók eftir því að hv. þm. sagði réttilega að staðan fyrir okkur væri ekki mjög flókin nú enda hefðum við góðan grunn að starfa á gagnvart Evrópusambandinu. Mig langaði til að spyrja hv. þm. hvernig hann héldi að staða okkar væri ef hans stefna varðandi EES-samninginn hefði náð fram að ganga og við hefðum ekki gert þann samning og værum ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu.