Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

111. fundur
Fimmtudaginn 17. mars 1994, kl. 19:46:12 (5296)


[19:46]
     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er enginn ágreiningur við mig hvað þessa lýsingu snertir. Ég tel það vera drengilegt af hv. þm. Birni Bjarnasyni að vera að reyna að draga utanrrh. í lok umræðunnar svona inn í hóp okkar hinna í þinginu.
    Hv. þm. Björn Bjarnason er líka það skynsamur að hann veit að það er ekki beint gott fyrir lýðveldið að utanrrh. sé skilinn eftir á þessum berangri sem þessi umræða ber með sér. Þess vegna get ég svo sem alveg verið aðili að því líka og út frá hagsmunum Íslands reynt að draga hann inn í þessa sveit með okkur hinum. ( Utanrrh.: Mikið er þetta huggulegur selskapur.) Já, hann er það, hæstv. utanrrh., þegar menn haga sér dálítið vel. Það má alveg standa þannig að formaður utanrmn. hafi komið og lýst því að utanrrh. sé ekki í ágreiningi við meiri hluta þingsins í þessum málum. Það er ágætt að formaður utanrmn. segir það. Svo verður bara framþróunin að sýna hvort okkur tekst í sameiningu að halda utanrrh. þar.