Rannsóknarráð Íslands

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 11:23:08 (5313)


[11:23]
     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er nú enginn grundvallarmunur á því hvort viðkomandi er í prófessorsstöðu eða hvort staðan heitir einhverju öðru nafni hjá viðkomandi stofnun. En það sem mig langar til að bæta hér við er líka sú spurning: Hvernig á að fjármagna þessar stöður? Á þetta að verða sérstakur liður hugsanlega á fjárlögum, að það verði veitt fjármagn til þess að stofna slíkar stöður? Eða hvernig hugsar hæstv. menntmrh. sér að framkvæmdir verði á þessu? Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að þess eru dæmi frá fyrri árum að rannsóknastöður hafi verið búnar til fyrir ákveðna einstaklinga til að koma þeim inn í ónefndar stofnanir, sem sagt á ríkisspenann.