Sala notaðra ökutækja

112. fundur
Föstudaginn 18. mars 1994, kl. 16:23:58 (5359)


[16:23]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. jákvæðar undirtektir. Um þetta síðasta sem hann nefndi vildi ég aðeins upplýsa það að ég er honum sammála að það er óeðlilegt að vera að hengja allt of mikla pappírsvinnu sem kallar á fjárhagsskuldbindingar á svona viðskipti. Við skoðuðum m.a. í því sambandi hvort það ætti skilyrðislaust að taka fram í svona frv. að allir þeir bílar sem færu í endursölu undirgengjust skoðun í löggiltu verkstæði þar sem ástandslýsing yrði unnin. Við hurfum frá því ráði m.a. vegna þeirra ástæðna sem hv. þm. benti á. Það er hins vegar í frv. gert ráð fyrir því að eigandi ökutækisins láti sjálfur frá sér fara skriflega lýsingu á ástandi ökutækisins sem bílasalinn síðan varðveitir í eitt ár hið minnsta svo hægt sé að taka það mál upp aftur hafi eigandi vísvitandi gefið rangar upplýsingar. Hins vegar er gert ráð fyrir því að bílasali bjóði væntanlegum kaupanda að hann geti látið fara fram skoðun en þá á sinn kostnað á löggiltu verkstæði.
    Það er því fullur vilji til þess í iðnrn. að reyna að feta þarna hinn gullna meðalveg á milli þess sem þarf

að upplýsa væntanlegan kaupanda um og þess sem óþarfi væri að gera ráð fyrir að hann eða seljandi þyrfti að gera og mundi valda óviðráðanlegum kostnaði.