Varamenn taka þingsæti

113. fundur
Mánudaginn 21. mars 1994, kl. 15:03:03 (5378)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur bréf, dagsett 18. mars 1994:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi í næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Vestfjarðakjördæmi, Pétur Bjarnason fræðslustjóri, Ísafirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Ólafur Þ. Þórðarson, 2. þm. Vestf.``


    Pétur Bjarnason hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.
    Þá er hér annað bréf, dagsett 18. mars 1994:

    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri, Ísafirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.

Einar K. Guðfinnsson, 3. þm. Vestf.``


    Guðjón A. Kristjánsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa.