Námsefni í fíknivörnum

114. fundur
Mánudaginn 21. mars 1994, kl. 15:54:14 (5392)


[15:54]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Eins og ég gat um var þessu erindi vísað til Námsgagnastofnunar eins og lög segja. Ég vil aðeins segja það að komi jákvæð umsögn frá Námsgagnastofnun, sem ég leyfi mér að ætla að muni verða, þá verður málið tekið til sérstakrar athugunar og ef Námsgagnastofnun telur sig ekki hafa fjármagn til að sinna þessu núna, þá mun ráðuneytið athuga það sérstaklega hvort hægt sé að veita sérstakt fjármagn til þess ef þess þarf nú á þessu ári, ella yrði þetta haft til hliðsjónar við fjárlagagerð fyrir næsta ár.