Samgöngur í sameinuðum sveitarfélögum

114. fundur
Mánudaginn 21. mars 1994, kl. 16:04:37 (5400)


[16:04]
     Pétur Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka þessa fyrirspurn. Í sambandi við samgöngur er það alveg rétt sem hæstv. félmrh. sagði að það hafa verið gerðar ýmsar vegabætur, m.a. á Vestfjörðum eins og kom fram. En

samgöngur eru ekki bara vegabætur. Ég vildi aðeins benda á það að eitt af því sem er í ólestri hjá okkur í landinu og varðar kannski ekki síst sameiningu sveitarfélaga eru almenningssamgöngur. Ég vil beina því til þeirra sem með þau mál eiga að fara að það tekur tvö til tíu ár að koma almenningssamgöngum á vegna þess að við höfum ekki búið við almenningssamgöngur úti á landi. Ég gæti nefnt dæmi um að til þess að koma fólki til að nota þær þarf í fyrsta lagi mjög þétt samgöngunet og í öðru lagi þarf að hafa tilraunatíma, til þess að hann verði marktækur, frá tveimur og upp í tíu ár. Manni finnst þetta langur tími en þetta er staðreynd eigi að síður og ég tel að það sé mikil nauðsyn í sameiningu sveitarfélaga að almenningssamgöngur verði bættar.