Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 16:02:09 (5429)


[16:02]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér heyrist hv. þm. vera búinn að skipta aftur um skoðun frá því hér áðan því að hann taldi það einmitt alveg rétt sem ég hef verið að segja, að það væri rétt að halda áfram að skoða og styðja við fiskeldisfyrirtækin. Reyndar var sú stefna tekin að styðja við nokkur þeirra, halda þeim gangandi og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að hætta því ekki alveg og loka fyrir allan stuðning til fiskeldis og ég vona svo sannarlega að það skili árangri á næstu árum.
    En ég vænti þess að hv. þm. vandi sig betur í málflutningi þegar hann er að ræða við okkur kvennalistakonur framvegis. ( MB: Það er varla mjög dónalegt að nefna nafnið.)