Tollalög og vörugjald

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 19:17:32 (5470)


[19:17]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil aðeins taka fram að þetta frv. er samið í mjög góðu samkomulagi fjmrn. og landbrn. Og þetta orðalag um GATT er þekkt því eins og allir vita þá er enginn ágreiningur í ríkisstjórninni um að stefnt sé að því að við getum skrifað undir og tekið þátt í Úrúgvæ-samningi GATT-samkomulagsins. Ágreiningurinn í sambandi við breytingar á búvörulögunum snerist um allt önnur atriði en þau sem hér er verið að nefna.