Tollalög og vörugjald

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 19:45:48 (5480)


[19:45]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir afdráttarlausa yfirlýsingu hans og tel hana vera mjög mikils virði. Jafnframt tel ég að hún sé ekki algerlega að ástæðulausu því að við höfum heyrt það á Alþingi frá öðrum hæstv. ráðherrum að það sé eitt að fá heimildir í alþjóðlegum samningum til að gera hlutina og síðan allt annað að taka ákvörðun um að beita þeim. Þess vegna tel ég það mjög mikils virði að hæstv. fjmrh. skuli gefa svo afdráttarlausa yfirlýsingu. Eins og ég sagði áðan, þá vil ég ekki að neitt sé gert sem tefur afgreiðslu þessa frv. en legg jafnframt áherslu á að það sem við á að éta, þ.e. aðrar breytingar á tollalögum sem eru nauðsynlegar til þess að beita fyrrnefndum heimildum, komi fram sem allra fyrst.