Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

115. fundur
Þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 23:37:08 (5540)


[23:37]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég verð litlu nær um það af svörum hæstv. ráðherra hvort þetta fyrirheit í samþykkt ríkisstjórnarinnar þýði nokkuð fyrir aðra. Hæstv. sjútvrh. ræddi um það að Sunnlendingar væru ekki verr settir heldur en aðrir. Ég sá hins vegar ekki betur í yfirliti sem dreift var til þingmanna í dag en að eiginfjárstaða fyrirtækja á Suðurlandi væri lakari heldur en annars staðar. Auðvitað hefur það gífurleg áhrif á rekstrarmöguleika og afkomu fyrirtækja hvernig eiginfjárstaðan er, jafnvel þótt vextir hafi lækkað eitthvað alveg nýlega.