Stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum

115. fundur
Miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 00:13:05 (5557)


[00:13]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tel hér vera um þvingunaraðgerðir að ræða þegar því er beinlínis lýst yfir og það sett fram í frv. sem hér á að samþykkja sem lög frá Alþingi að fyrirtæki fái ekki fyrirgreiðslu nema sveitarfélögin sameinist. Það er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi. Það má vel vera að það megi útfæra þetta með einhverjum öðrum orðum. En hreint og beint það er verið að segja við sveitarfélög sem ekki eru búin að sameinast: Ef þið sameinist þá fáið þið fyrirgreiðslu frá sveitarfélagasjóðum og fyrirtæki innan ykkar sveitarfélags þau fá líka fyrirgreiðslu ef þið sameinist. Það er í tvennum skilningi verið að beita þarna þvingunum.