Varnir gegn mengun hafsins

116. fundur
Miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 13:44:30 (5564)


[13:44]
     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Með þáltill. sem hér liggur fyrir er þess farið á leit að Alþingi heimili staðfestingu á breytingu frá 12. okt. 1978 á samningi frá 29. des. 1972 um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í það.

    Breytingarnar fela í sér að 11. gr. samningsins er breytt þannig að samningsaðilum er gert kleift að vísa deilum um túlkun og framkvæmd samningsins til Alþjóðadómstólsins eða til gerðardóms.
    Ég leyfi mér, virðulegi forseti, að leggja til að tillögu þessari verði að lokinni þessari umræðu vísað til síðari umr. og utanrmn.