Varnir gegn mengun hafsins

116. fundur
Miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 14:02:48 (5569)


[14:02]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Varðandi það atriði að vísa málinu til utanrmn., þá velti ég því fyrir mér hvort það sé ekki á vegum umhvrn. sem samskipti við þá varðandi þessa samninga fara fram. Það virtist alla vega svo þegar við fórum yfir t.d. Montreal-samninginn og fleiri samninga um umhverfismál fyrr í vetur, þá virtist svo vera að það væri fyrst og fremst umhvrn. sem fjallaði um þá samninga og sæi um samskipti við aðila varðandi þennan samning, þ.e. væri fulltrúi íslenskra stjórnvalda, að fulltrúar íslenskra stjórnvalda að því er varðaði þessa samninga kæmu fyrst og fremst úr umhvrn. Og þess vegna velti ég fyrir mér hvort það sé ekki eðlilegra að það sé umhvrh. sem flytji það mál er varðar hans málasvið þegar um er að ræða að samskiptin fara fram á sviði umhvrn. Þetta er atriði sem mér finnst eðlilegt að sé tekið upp hér, bæði að því er varðar Stjórnarráðið og eins hér í Alþingi. Ég er þá ekki að tala um að fleiri nefndir geti ekki komið að þessu máli. Það þykir mér auðvitað mjög eðlilegt, en ég er fyrst og fremst að tala um hver beri formlega ábyrgð á afgreiðslu málsins hér í Alþingi.