Héraðsskógar

116. fundur
Miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 14:40:01 (5579)


[14:40]
     Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir það að það er alveg rétt að við eigum ekki að vera mjög stráksleg í þessum stóli. Það er hins vegar oft sagt um t.d. konurnar í ræðustól Alþingis að þær flytji frekar leiðinlegar ræður og slái sjaldan á létta strengi og það er alveg hægt að nota þetta tækifæri til að vísa slíku á bug. Ég ætla ekkert að fara inn í líffræðina, það er annar í mínum flokki sem er þar, en mig langar í tilefni af orðum fyrrv. landbrh. að geta þess að auðvitað er fólk mismunandi svifaseint eins og eðlurnar en ég fullyrði það að í þingflokki mínum eru menn snöggir að finna það ef þeir eru bitnir.