Héraðsskógar

116. fundur
Miðvikudaginn 23. mars 1994, kl. 14:41:56 (5581)

[14:41]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Ég þarf í rauninni engu við að bæta við það sem ég sagði áðan um þetta mál, en ég vil lýsa ánægju minni yfir yfirlýsingu hv. formanns þingflokks Alþfl. að það sé stuðningur í Alþfl. við málið og að hv. formaður þingflokksins hafi gengið í það og hæstv. landbrh. að leiða það til lykta. Það væri sennilega affarasælast þó ég sé ekki að ráðleggja hæstv. ríkisstjórn að fá hv. formann þingflokksins frekar í landbúnaðarmálin heldur en þá sem þar eru að berjast. En ég ætla ekki að gefa ráð í þeim efnum, vil bara ítreka að það er ánægjulegt að um þetta mál virðist vera samstaða.