Afréttamálefni, fjallskil o.fl.

117. fundur
Fimmtudaginn 24. mars 1994, kl. 10:40:23 (5618)


[10:40]
     Frsm. landbn. (Egill Jónsson) :
    Virðulegi forseti. Landbn. hefur farið yfir þetta mál og orðið sammála um niðurstöðu þess.
    Við 1. umr. skýrði hæstv. landbrh. efni þessa frv. og vísa ég til þess sem þar kom fram. En meginefni þess er að afréttamálefni og fjallskil skuli vera óbreytt þrátt fyrir nýja skipan í sveitarstjórnarmálum. Eins og mönnum er kunnugt er þeim deilt upp eftir ýmsum hætti og öll sveitarfélög hafa skyldur að inna af hendi í þessum efnum. Og með frv. er kveðið á um það, ef að lögum verður, að sú skipan haldist óbreytt þrátt fyrir sameiningu sveitarfélaga.
    Ég legg svo til, virðulegur forseti, að málinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til 3. umr.