Þjóðminjalög

118. fundur
Fimmtudaginn 24. mars 1994, kl. 11:03:00 (5622)


[11:03]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér finnst sjálfsagt að athuga þessi ákvæði sérstaklega í hv. menntmn. Ég hef ekki tekið neina sérstaka ákvörðun um það hvenær skuli ráðið í stöður minjavarða og hef svo sem ekki neinu við það að bæta sem ég sagði hér í minni ræðu, bæði um minjasvæðin og stöðu minjavarðanna, en mér finnst rétt að þessar efasemdir hv. þm. komi til sérstakrar athugunar í hv. menntmn.