Framhaldsskólar

121. fundur
Mánudaginn 28. mars 1994, kl. 17:12:20 (5698)


[17:12]
     Flm. (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hv. 15. þm. Reykv. fyrir þessar ágætu undirtektir og hæstv. menntmrh. fyrir að hafa tekið til máls og komið fram með sínar skoðanir á þessu máli þó við séum ekki alveg sáttar við þær eins og komið hefur fram. En ég sit í hv. menntmn. og þar getum við farið yfir þessi atriði varðandi kjörtímabilið og hvort sveitarstjórnum sé mögulegt að skipta um fulltrúa í skólanefndum að loknum kosningum. Mér finnst það mjög leiðinleg aðferð og ég er eiginlega hissa á því að hæstv. menntmrh. skuli koma fram með þá hugmynd því að ég held að það bjóði bara upp á mikil leiðindi. Að leysa málið á þann máta sem ég legg til með mínu frv. hefði verið miklu eðlilegra og betra. En ég skal viðurkenna það að eftir þessar undirtektir sem ég hef heyrt hjá hæstv. ráðherra, þá er ég svo sem ekkert óskaplega bjartsýn á að ég fái þetta frv. samþykkt á hv. Alþingi.