Framleiðsla og sala á búvörum

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 14:23:07 (5715)


[14:23]
     Frsm. 1. minni hluta landbn. (Egill Jónsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er út af þessum sérstöku tilvitnunum í orð Markúsar Sigurbjörnssonar prófessors sem ég vildi, með leyfi hæstv. forseta, fá að tilgreina það sem kemur fram í fskj. I og skýrir æðimikið það sem við töluðum hér áðan, við hv. þm. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Þar segir: ,,Að öðru leyti

varða athugasemdirnar í þingskjali 696 aðallega umfjöllun í þingskjali 671`` --- þetta er sem sagt 2. og 1. minni hluti --- ,,um skýringu á núgildandi reglum í búvörulögum sem er stefnt að breytingum á og um atriði sem tengjast svokölluðum GATT-samningi, en athugasemdirnar snúa á hinn bóginn ekki að skýringu á tillögum um breytingar á búvörulögum sem eru gerðar í þingskjali 672.``
    Þetta held ég að taki nú af öll tvímæli um það sem ég sagði hér áðan og vitnaði sérstaklega til að þessi mæti maður var að fjalla um það að í nál. 2. minni hluta væri umfjöllunin um GATT víðtæk en tæki ekki til tillagna um breytingar á búvörulögum, eins og hér kemur fram, þannig að án þess að ég ætli að fara út í það hvað menn kunna að hafa sagt á þessum tilvitnaða nefndarfundi, þá eru þó hér fyrir hendi í þessu þingskjali ákveðnar niðurstöður í þessari umræðu.