Framleiðsla og sala á búvörum

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 15:51:57 (5731)


[15:51]
     Frsm. 1. minni hluta landbn. (Egill Jónsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég kemst ekki hjá því að vekja aðeins athygli á afstöðu hv. 6. þm. Suðurl. Hann tilkynnir það í sínu nál. og hér af ræðustóli að hann ætli að greiða atkvæði á gegn frv. Hvað gildir það? Það gildir að innflutningur á landbúnaðarvörum er frjáls. Það er það sem hv. 6. þm. Suðurl. gerir nú að baráttumáli. Að allur innflutningur á landbúnaðarvörum verði frjáls. Hann ætlar að greiða atkvæði á móti frv. Ef það mundu gera 32 alþingismenn þá væri innflutningur á landbúnaðarvörum frjáls. Og skrýtin finnst mér framsetning þingmannsins á því að ætla að styðja tillögur Ragnars Arnalds o.fl., . . .  
    ( Forseti: (VS) : Hv. þm.)
. . .  hv. þm. --- og skal nú vel gætt góðra siða --- þrátt fyrir það að hann ætli að fella frv. og stuðla þannig að því að innflutningur á landbúnaðarvörum verði gjörsamlega frjáls.