Framleiðsla og sala á búvörum

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 15:57:34 (5734)


[15:57]
     Frsm. 4. minni hluta landbn. (Eggert Haukdal) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ef ég væri nú svo vel settur í þessu máli að 32 hv. alþm. styddu mig og mínar tillögur þá væri ekki mikið vandamál hér á hv. Alþingi í landbúnaðarmálum, hv. þm. Egill Jónsson. Vandamálið er að hér eru ekki 32 þingmenn sem vilja skila þessu með þeim hætti sem á að vera og eitt er frambærilegt fyrir íslenskan landbúnað. En það væri sannarlega æskilegt (Gripið fram í.) að hæstv. formaður landbn. færi nú að átta sig og hætti að láta undan krötum. Og hans stóru orð einmitt í landbn., einmitt í fjölmiðlunum þegar hann var orðinn maður vikunnar og þjóðhetja, og ég óska honum til hamingju með það, þau ættu að standa enn og þá mundi horfa vel um þessa löggjöf.