Sjónvarps- og útvarpssendingar frá Alþingi

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 18:51:39 (5768)


[18:51]
     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég held að vegna tæknilegra aðstæðna sé engan veginn hægt að forsvara það að ekki sé komið á þessum sjónvarps- og útvarpssendingum. Ef ekki er hægt að semja um það við einkaaðila að víkka út þessar sendingar og Ríkisútvarpið er heldur ekki fáanlegt til þess að taka þær að sér, sem eðlilegt væri að gerðist, þá get ég ekki séð að við þurfum endilega að mismuna þeim sem búa á tiltölulega takmörkuðu svæði, ekki einu sinni allir á Reykjavíkursvæðinu því að meira að segja ekki langt frá Alþingi sjást alls ekki þessar sendingar. Ég tel ekki að við eigum að mismuna fólki þannig að gefa einhverjum kost á því að heyra þetta og sjá en öðrum ekki.