Sjónvarps- og útvarpssendingar frá Alþingi

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 18:57:04 (5770)


[18:57]
     Guðrún Helgadóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég get ekki að því gert að ég hef aðeins efasemdir um hvort það sé þinglega rétt að vísa þessu máli til forsætisnefndar. Forsætisnefnd er ekki ein af svokölluðum fastanefndum þingsins og í lögum um þingsköp eru nefndinni falin alveg ákveðin verkefni. Ég er ekki að segja að þetta skipti miklu máli en ég tel að þinglega rétt væri að vísa þessu máli til hv. allshn.
    Það er ekkert í þingsköpum sem gerir forsætisnefnd að þingnefnd sem slíkri. Hún er stjórnunarnefnd en tæplega til þess að fjalla um þingmál. Ég vildi nú aðeins, frú forseti, lyfta þessum efasemdum mínum án þess að ég sé allt of viss í minni sök, en mér sýnist að þetta mál ætti sannarlega heima í hv. allshn.