Sumartími, skipan frídaga og orlofs

122. fundur
Þriðjudaginn 29. mars 1994, kl. 20:42:47 (5797)


[20:42]
     Guðmundur Hallvarðsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Að nenna að breyta klukkunni sinni er allt annað mál en hér er verið að tala um vegna þess að sá sem hér stendur stóð um langt árabil í starfi þar sem menn voru sífellt að færa klukkuna. Það fór eftir því til hvaða landa var siglt þannig að það er mér ekkert óþekkt fyrirbrigði og ég tel það

ekkert eftir mér. En ég vildi nú bara beina því til hv. síðasta ræðumanns að ef það er nauðsyn á að aðilar byrji að vinna svo snemma að morgni dags sem hann gat hér um áðan þá hlýtur það að vera starfsfólki í hverju fyrirtæki fyrir sig frjálst að byrja á þeim tíma að morgni dags sem því hentar best. En það á ekki að vera að skikka alla þjóðina til þess að breyta klukkunni sinni þess vegna.
    Að lokum þetta: Hann kom aðeins inn á það áðan að ég væri að býsnast yfir vetrarfríinu. Aðstæður hér á Íslandi eru með allt öðrum hætti en í Evrópu þar sem menn geta farið ýmist akandi eða fljúgandi, ég tala nú ekki um ef menn fara fljúgandi, fyrir allt annað verð, á allt öðrum verðprísum, til suðrænna landa í vetrarfríum sínum en hér á Íslandi, það er bara meginmálið. ( VE: Ferðist um Ísland.) Þar liggur kannski munurinn fyrst og fremst á milli.