Opnun sendiráðs í Kína

123. fundur
Miðvikudaginn 06. apríl 1994, kl. 13:47:39 (5806)


[13:47]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Eins og ég sagði þá stendur vilji til þess í ríkisstjórninni að þetta sendiráð verði opnað. Og eins og ég greindi frá líka þá telja menn áríðandi í samskiptum við hið erlenda ríki að fulltrúi Íslands hafi sendiherranafnbót og stöðu sendiherra því það auðveldi mjög aðgang hans að stjórnkerfi gistiríkisins.
    Ég nefndi aðeins í lok míns tíma áðan Japan og ég hygg að það sé rétt með farið að Ísland sé, ásamt Möltu og hugsanlega Albaníu, eina Evrópuríkið sem ekki hefur sendiráð í Japan.