Framleiðsla og sala á búvörum

123. fundur
Miðvikudaginn 06. apríl 1994, kl. 14:34:14 (5827)


[14:34]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson :
    Virðulegur forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu höfum við fengið enn eina staðfestinguna á því að það er full ástæða til þess að segja það berum orðum í lagatextanum hvað menn meina. Það gengur ekki varðandi lög frá Alþingi að það sé leikinn sá leikur að búa til loðið orðalag sem aðilar málsins túlka síðan hver í sína áttina. Við fengum það staðfest með atkvæðaskýringu hv. formanns landbn. hér áðan að hans skilningur varðandi þetta atriði gengur í þveröfuga átt við það sem hefur komið fram hjá varaformanni nefndarinnar, alþýðuflokksþingmanninum, og hæstv. utanrrh. hér úr ræðustól Alþingis.
    Ég tel fulla ástæðu til þess, virðulegur forseti, að lögfesta þessa brtt. og segi því já.