Framleiðsla og sala á búvörum

123. fundur
Miðvikudaginn 06. apríl 1994, kl. 14:44:34 (5832)


[14:44]
     Guðni Ágústsson :
    Hæstv. forseti. Við sem að þessari brtt. stöndum gerðum okkur grein fyrir því að það var mikið neyðarúrræði að þurfa að flytja þessa brtt. til þes að fá úr því skorið hver þingviljinn væri. En nú höfum við séð enn einu sinni að hv. formaður landbn. hefur farið sinn stærsta kollhnís í þessu máli þar sem hann afneitar í rauninni eigin áliti og neitar að fá fram þingvilja sem mundi vera tilbúinn enn eina ferðina að styðja hans skýringar og forðast þar með réttaróvissu og átök um íslenskan landbúnað.
    Hins vegar skal það tekið fram að lögmennirnir vöruðu nefndarmenn við því að fella þessa brtt. Þeir hvöttu okkur til að draga hana til baka eða gera hér grein fyrir atkvæðum okkar því að þetta væri óeðlilet þingmál að því leyti. (Forseti hringir.) En við viljum fá úr því skorið hver þingviljinn er og þess vegna fluttum við þessa tillögu. En hér hefur það því miður gerst að Sjálfstfl. hafnar eigin áliti. Ég segi já.