Framleiðsla og sala á búvörum

123. fundur
Miðvikudaginn 06. apríl 1994, kl. 14:54:07 (5836)


[14:54]
     Guðni Ágústsson :
    Hæstv. forseti. Eftir árs deilu, réttaróvissu, átök, lögbrot og dóma er þessu máli loksins að ljúka hér í þinginu í bili --- tekið skal fram, í bili. Lengst af átti formaður landbn., hv. þm. Egill Jónsson, kost á því að yfir 50 þingmenn næðu saman um afdráttarlausa lagasetningu. Hann kaus hins vegar að fara aðrar leiðir til að bjarga lífi ríkisstjórnarinnar. Hann var beygður vegna samstarfsins við Alþýðuflokkinn. Hann lét undan. ( Gripið fram í: Þú verður beygður líka.) Þessi lagasetning er byggð á veikum forsendum og bændur og afurðastöðvar eru í óvissu um starfskilyrði sín í framtíðinni. Ég harma þessa niðurstöðu og greiði því ekki atkvæði.