Málefni aldraðra

123. fundur
Miðvikudaginn 06. apríl 1994, kl. 19:02:09 (5873)


[19:02]
     Svavar Gestsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég verð að segja að mér finnst full ástæða til að vekja hér athygli á þeim málflutningi sem hv. 2. þm. Vestf. hafði hér uppi áðan varðandi þetta mál. Það er auðvitað spurning hvort það er ekki nauðsynlegt að málið fái líka meðferð í hv. félmn. Og ég spyr: Hefur hæstv. félmrh. mótað sér skoðun á þessu máli og fengið möguleika til þess að hafa áhrif á framgang þess? Ég vil þess vegna hreyfa

þeirri hugmynd, hæstv. forseti, hvort það er ekki óhjákvæmilegt að hinkra aðeins með meðferð þessa máls meðan það yrði skoðað aðeins nánar. Félmn. liti kannski lítillega á það og viðkomandi ráðherrar fjölluðu um málið fyrir sitt leyti og væru a.m.k. viðstaddir umræðurnar.
    Ég er alveg sannfærður um að það er rétt hjá hæstv. forseta að það eru fordæmi fyrir því að menn hafi sveigt sig á milli laga með þeim hætti sem hér er gert ráð fyrir. Spurningin er hins vegar hvort það er svo góð aðferð í sjálfu sér og þess vegna verð ég að taka undir með hv. 2. þm. Vestf. En endurtek, ég spyr: Er ekki hugsanlegur hlutur að hv. félmn. fengi að skoða þetta mál aðeins nánar og hæstv. félmrh. sömuleiðis að glöggva sig á innihaldi þess?