Endurskoðun laga um skipan opinberra framkvæmda

124. fundur
Fimmtudaginn 07. apríl 1994, kl. 15:26:40 (5938)


[15:26]
     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Síðan hv. fjárln. gekk frá þessu nefndaráliti hafa borist á borð okkar ekki ein svona bók heldur sex og einn kafli hér er í viðauka XVI sem heitir Opinber innkaup og kemur náttúrlega mjög sterklega inn á þessi mál. Hér eru nokkrar blaðsíður um hvernig staðið skuli að útboðum og jafnvel nákvæmlega getið ef um samkeppni er að ræða hversu há verðlaun eiga að vera o.s.frv. Og þetta er tilskipun frá okkar æðri dómstólum. Ég vil mælast til að við afgreiðslu á þessu máli og einkum og sér í lagi ef þetta mál sem ég vona að nú verði samþykkt og þetta verk verði hafið, að menn gleymi ekki hinum bláu biblíum sem liggja á borðum okkar vegna þess að við ráðum því ekki sjálf hvernig við högum málum eins og þessu í framtíðinni.