Lyfjaverslun ríkisins

124. fundur
Fimmtudaginn 07. apríl 1994, kl. 17:31:25 (5965)


[17:31]
     Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þessi brtt. var rædd við nefndarmenn og ég held að enginn nefndarmaður geti sagt að hann eða hún hafi ekki vitað hvað þarna var á ferðinni. Ég hef satt að segja á tilfinningunni að það sem er að gerast í þessu máli sé það sama og oft gerist í sambandi við þennan hv. þm. Kvennalistans og hennar starf í efh.- og viðskn., að hún vinnur í nefndinni samviskusamlega en síðan hentar það ekki flokkssystrum hennar og þá er snúið upp á hendurnar á henni eftir að hún er búin að taka afstöðu í einhverju máli. Vísa ég þar m.a. til afstöðu hv. þm. í sambandi við virðisaukaskatt á matvæli.