Réttindi eftirlitsmanna vegna samnings um herafla í Evrópu

125. fundur
Föstudaginn 08. apríl 1994, kl. 12:44:59 (6005)


[12:44]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Ég tel að það sé ekki alveg einboðið að senda þetta mál til allshn., mér sýnist að hér sé a.m.k. öðrum þræði um að ræða utanríkismál og ég tel að það væri rétt að athuga það áður en atkvæði eru látin ganga hvort þetta mál eigi ekki heima undir utanrmn., eða ætti að vera á forræði utanrmn. Það er sjálfsagt að allshn. athugi málið jafnframt. Ég er ekki alveg eins viss og hæstv. utanrrh. um að hér sé um sjálfsagt mál að ræða. Mér finnst að það þurfi að athuga þetta mál a.m.k. Hér er um að ræða utanríkisþjónustu með nokkuð sérstæðum hætti og þar af leiðandi finnst mér að við þurfum a.m.k. að reyna að gera okkur grein fyrir því hverjar afleiðingar verða af samþykkt þessa frv. áður en við sporðrennum því.